Konur fáséðar á meðal „toppanna“

Samkvæmt lista tekjublaðs Frjálsrar verslunar kemst engin kona á topp …
Samkvæmt lista tekjublaðs Frjálsrar verslunar kemst engin kona á topp 50 yfir tekjuhæsta flugfólkið. Linda Gunnarsdóttir er efst kvenna í 53. sæti.

Þegar tölur úr tekjublaði Frjálsrar verslunar eru skoðaðar kemur í ljós að hlutur kvenna meðal hátekjufólks er frekar rýr. Í frétt mbl.is fyrr í dag kom fram að af 100 launahæstu forstjórum væru aðeins 10 konur. Í tekjublaðinu eru skattgreiðendur flokkaðir í 20 flokka eftir stöðu og stétt og þegar 10 launahæstu einstaklingar hvers flokks eru skoðaðir kemur í ljós að staðan heilt á litið hjá þessum 200 aðilum er ekki mikið betri en hjá forstjórunum. 

Af þessum 200 einstaklingum eru 176 karlar og aðeins 24 kona. Það þýðir einungis 12% hlutfall kvenna í hópi hæst launuðu aðila hvers hóps. Þegar hóparnir eru skoðaðir nánar kemur í ljós að í 8 hópum eru engar konur meðal 10 launahæstu.

Fjöldi kvenna meðal 10 efstu og launahæsta konan í hverjum flokk

  1. Forstjórar í fyrirækjum: 2 af 10, Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi efst kvenna í 9. sæti.
  2. Starfsmenn fjármálafyrirtækja: 2 af 10, Hanna Björg Hauksdóttir, forstöðumaður reikningshalds Landsbankans efst kvenna í 8. sæti.
  3. Ýmsir menn úr atvinnulífinu: 2 af 10, Guðbjörg Astrid Skúladóttir, eigandi Klassíska listdansskólans í 1. sæti
  4. Næstráðendur og fleiri: 0 af 10, Guðrún Sigríður Eyjólfsdóttir, gæðastjóri Actavis efst kvenna í 11. sæti.
  5. Forseti, alþingismenn og ráðherrar: 4 af 10, Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra efst kvenna í 2. sæti.
  6. Sveitarstjórnarmenn: 2 af 10, Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkur, efst kvenna í 3. sæti.
  7. Hagsmunasamtök og aðilar vinnumarkaðarins: 0 af 10, Elsa Björk Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingam, efst kvenna í 17. sæti.
  8. Embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja: 1 af 10, Guðný Aðalsteinsdóttir, deildarstjóri skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, efst kvenna í 4. sæti.
  9. Lögfræðingar: 3 af 10,  Herdís Hallmarsdóttir hæstaréttarlögmaður efst kvenna, í 4. sæti.
  10. Endurskoðendur: 0 af 10, Auður Þórisdóttir, framkvæmdastjóri endurskoðunarsviðs hjá KPMG, efst kvenna í 14. sæti.
  11. Heilbrigðisstarfsmenn: 0 af 10, Birna Jónsdóttir röntgenlæknir efst kvenna í 22. sæti.
  12. Flugfólk: 0 af 10, Linda Gunnarsdóttir, flugstjóri hjá Icelandair, efst kvenna í 53. sæti.
  13. Verkfræðingar og aðrir sérfræðingar: 0 af 10, Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá Eflu efst kvenna í 44. sæti.
  14. Prestar: 1 af 10, Agnes M. Sigurðardóttir biskup efst kvenna í 10. sæti.
  15. Auglýsingafólk: 0 af 10, Dröfn Þórisdóttir, markaðsfræðingur hjá Hvíta húsinu, efst kvenna í 18. sæti.
  16. Listamenn: 1 af 10, Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, efst kvenna í 4. sæti.
  17. Íþróttamenn og þjálfarar: 2 af 10, Annie Mist Þórisdóttir í 1. sæti.
  18. Fjölmiðlamenn: 2 af 10, Ragnhildur Sverrisdóttir, kynningarfulltrúi Björgólfs Thors ,efst kvenna í 7. sæti.
  19. Skólamenn: 2 af 10, Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst, efst kvenna í 4. sæti.
  20. Sjómenn og útgerðarmenn: 0 af 10, engin kona á lista.

Eins og sjá má af þessum lista eru stéttir enn mjög kynjaskiptar þegar kemur að hálaunastörfum og vekur það athygli að í stéttum þar sem mikil fjölgun hefur orðið hjá konum og í fjölda nemenda þá er enn langt í land með að konurnar komist hátt í launastiganum. Má þar meðal annars nefna verkfræðistéttina, en af efstu 70 á lista Frjálsrar verslunar er aðeins 1 kona. Af heilbrigðisstarfsfólki eru bara 2 konur meðal 50 efstu og í fluginu eru 5 konur á meðal 80 efstu. Í sjómannastéttinni nær svo engin kona á lista blaðsins.

Annie Mist Þórisdóttir var launahæst íþróttamanna á árinu.
Annie Mist Þórisdóttir var launahæst íþróttamanna á árinu. Ómar Óskarsson
Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, var hæst launuð kvenpresta, …
Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, var hæst launuð kvenpresta, en aðeins í 10 sæti í heildina yfir alla presta. Engu að síður er hún æðsti embættismaður kirkjunnar. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK