„Afkoma veldur vonbrigðum

Sverrir Vilhelmsson

Sala dróst saman á fyrri hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra hjá Nýherja og var heildartap 15 milljónir á fyrstu 6 mánuðum ársins. EBITDA var 210 milljónir króna og gekk rekstur Nýherja móðurfélags og TM Software ehf. vel, meðan tap varð af rekstri erlendis. Kemur þetta fram í árshelmingsuppgjöri sem Nýherji sendi frá sér.

Þórður Sverrisson, forstjóri félagsins, segir í tilkynningunni: „Rekstur Nýherja móðurfélags og TM Software ehf. gekk vel og var hagnaður umfram áætlanir. Tap var hins vegar af rekstri Applicon félaganna á Íslandi og í Danmörku. Afkoma félagsins veldur vonbrigðum, því áætlanir gera ráð fyrir um 258 m.kr. EBITDA hagnaði á fyrri árshelmingi. Nokkur óvissa er um rekstur erlendra dótturfélaga, en gert er ráð fyrir að áfram verði góður gangur í innlendum rekstri.“ 

Segir einnig í skýrslunni að „afkoma og tekjur Nýherja hf., móðurfélagsins, voru vel yfir áætlunum á öðrum ársfjórðungi. Tekjur af vörusölu voru yfir væntingum og afkoma af tækniþjónustu fer batnandi, meðal annars vegna góðrar eftirspurnar í alrekstrarþjónustu og hagræðingar í rekstri.“

Applicon félögin á Íslandi og Danmörku skiluðu tapi og segir að ástæðan sé hörð verðsamkeppni á SAP markaði og hærri kostnaður en áætlaður var við uppsetningu kerfa og þróun nýrra lausna, sem unnið var að á Íslandi og í Svíþjóð. TM Software skilaði aftur á móti mjög góðri afkomu og voru það Tempo tímaskráningarkerfið og Sögu kerfið, sem er rafrænt sjúkraskráningarkerfi sem einkum seldust vel.

Aðrar lykiltölur í skýrslunni eru meðal annars

  • Heildarvelta nam 7.492 milljónum króna fyrstu 6 mánuði ársins 2012 og dróst saman um 178 milljónir frá fyrra ári, eða um 2,3%.
  • Meðalfjöldi stöðugilda fyrstu 6 mánuði ársins var 521 en var 529 á sama tíma í fyrra.
  • Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - EBITDA - var 210 m.kr. á tímabilinu en var 300 milljónir fyrstu sex mánuði árið 2011.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK