Lækkanir í Kauphöllinni

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Töluverðar lækkanir urðu á hlutabréfum í Kauphöllinni í viðskiptum í dag. Mest lækkuðu bréf Nýherja, en þau fóru niður um 5,40%. Bréf Össurar fóru niður um 1,96% og Reginn lækkaði um 1,32% og er kominn nálægt útboðsgenginu frá því 21. júní þegar félagið fór á markað. Þá fór Atlantic Petroleum niður um 0,64% og Marel lækkaði um 0,25%. Hagar og Icelandair fóru aftur á móti upp, Hagar um 0,56% og Icelandair um 0,15%.

Í Evrópu voru allar tölur grænar og greinilegt að áhrifanna af ræðu evrópska seðlabankastjórans frá í síðustu viku gætir enn. Spenna fyrir fundi bandaríska seðlabankans á miðvikudaginn og þess evrópska á fimmtudaginn virðist einnig hafa jákvæð áhrif. Í London fór FTSE 100-vísitalan upp um 1,18%, DAX 30 í Frankfurt hækkaði um 1,27% og CAC 40 í París fór upp um 1,24%. Á meðan fór IBEX 35 í Madrid upp um 2,78% og FTSE í Mílan hækkaði um 2,80%.

Efnisorð: hlutabréf
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK