Sektargreiðslur minnka hagnað HSBC

AFP

Breski HSBC-bankinn skilaði 8% minni hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en fyrra ár. Voru sektargreiðslur vegna aðkomu að peningaþvætti í Bandaríkjunum og mögulegra galla við tryggingasölu í Bretlandi talin aðalástæða fyrir þessari lækkun. Er um töluvert háar upphæðir að ræða þar sem bankinn greiddi 700 milljónir Bandaríkjadollara vegna peningaþvættismálsins og hefur tekið til hliðar 1,3 milljarða dollara vegna tryggingasölumálsins. Var hagnaðurinn samt sem áður 8,44 milljarðar dollara á fyrri hluta ársins. 

Í framhaldi af öllum þessum hneykslismálum sem hafa komið upp í kringum bankann á síðustu misserum sagði regluvörður bankans, David Bagley, af sér og viðurkenndi að þrátt fyrir vilja til að stöðva flutninga á illa fengnu fé hefði bankinn ekki gert nægjanlega mikið til að koma í veg fyrir slíkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK