Falskir notendur 8,7% á Facebook

Fjöldi aðila á Facebook eru falskir notendur.
Fjöldi aðila á Facebook eru falskir notendur. AFP

Notendafjöldi Facebook er nálægt því að ná einum milljarði, en um 955 milljónir notenda eru skráðar á síðuna. Þetta gerir Facebook að þriðja stærsta „ríki“ heims, en aðeins Indland og Kína státa af fleiri borgurum. Samskiptasíðan tilkynnti þó í dag að ekki væri allt sem sýndist og að 83 milljónir þeirra væru ranglega skráðar sem einstaklingar. Þetta er meðal annars vegna tvískráningar einstaklinga, þegar fyrirtæki eru misskráð, skráningar á gæludýrum og vegna „óæskilegra“ notenda. 

Þessar tölur skipta töluverðu máli fyrir Facebook, þar sem síðan gerir út á auglýsingatekjur og ef fjöldi raunverulegra notenda er lægri en gert er ráð fyrir, eru áhrif auglýsinganna minni. Hlutabréf fyrirtækisins hafa lækkað um rúmlega 3,5% í viðskiptum í dag eftir tilkynninguna og því ljóst að fjárfestar taka ekki vel í þessar nýju upplýsingar.

Telja forsvarsmenn Facebook að hlutfallslega fleiri aðgangar sem eru tvöfaldir eða óæskilegir séu skráðir í þróunarlöndum meðan fólk í þróuðum ríkjum láti sér almennt nægja einn aðgangur. Segja þeir einnig að þeir séu „ávallt að leita leiða til að bæta árangur okkar í að greina tvöfalda eða falska aðganga til að sjá raunverulega tölu slíkra aðganga“. Í heild eru um 8,7% notenda síðunnar sem falla undir þessa flokkun sem falskir notendur. Af því eru um 4,8% vegna tvöfaldrar skráningar, 2,4% vegna gæludýra og annarra aðganga sem ekki tilheyra einstaklingum og 1,5% „óæskilegir“ notendur. Undir þann flokk tilheyra t.d. dreifingaraðilar ruslpósts.

Efnisorð: Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK