Mikil spenna í Evrópu

Mario Draghi seðlabankastjóri evrópska seðlabankans.
Mario Draghi seðlabankastjóri evrópska seðlabankans. AFP

Mik­il spenna er á mörkuðum í Evr­ópu fyr­ir fund evr­ópska seðlabank­ans og til­kynn­ing­ar í kring­um há­degi þess efn­is hvort farið verði í frek­ari aðgerðir til að aðstoða við skulda­vanda evru­ríkj­anna. Í síðustu viku vakti Mario Drag­hi mikl­ar vænt­ing­ar með orðum sín­um um að „evr­ópski seðlabank­inn væri til­bú­inn að gera hvað sem er til að vernda evr­una“. Nú bíða fjár­festa spennt­ir eft­ir því hvort bank­inn muni láta kné fylgja kviði og fara í ein­hverj­ar aðgerðir.

Seðlabank­inn hef­ur nú þegar lækkað stýri­vexti niður í 0,75% og hafa þeir aldrei verið lægri en það. Það er því talið ólík­legt að bank­inn láti verða af því að lækka þá enn frek­ar. Held­ur er horft til þess að bank­inn byrji aft­ur að kaupa upp skulda­bréf evru­ríkj­anna á lægri vöxt­um en markaður­inn hef­ur hingað til viljað kaupa þau á. Þannig gætu skuldug ríki end­ur­fjármagnað sig á viðráðan­legri hátt. Bank­inn hóf slíka stefnu árið 2010 og keypti í heild­ina skulda­bréf fyr­ir 211,5 millj­arða evra áður en því var hætt seint á síðasta ári.

Þriðji mögu­leik­inn sem sagt hef­ur verið að sé til skoðunar er að veita björg­un­ar­sjóði Evr­ópu­sam­bands­ins banka­leyfi þannig að hann geti fengið lánað beint frá seðlabank­an­um og þannig haft mjög mikið bol­magn til að eiga við skulda­vand­ann. 

Bæði þessi úrræði mæta þó mik­illi and­stöðu í Þýskalandi sem er stærsta hag­kerfið inn­an evru­svæðis­ins. Ný­lega voru framtíðar­horf­ur Þýska­lands færðar úr því að vera stöðugar í nei­kvæðar og mun Þýska­land forðast það í lengstu lög að fær­ast neðar. Auk­in sam­eig­in­leg skulda­byrði meðal evruland­anna virðist því ekki vera áhuga­verður kost­ur þarlend­is.

Hluta­bréfa­vísi­töl­ur í Evr­ópu hafa flest­ar risið aðeins í morg­un og virðist það benda til bjart­sýni fjár­festa með að Drag­hi muni til­kynna ein­hverj­ar lausn­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK