Óbreyttir stýrivextir

Mario Draghi seðlabankastjóri
Mario Draghi seðlabankastjóri AFP

Evr­ópski seðlabank­inn mun halda stýri­vöxt­um óbreytt­um í 0,75% sam­kvæmt til­kynn­ingu núna rétt fyr­ir há­degi. Horfa fjár­fest­ar nú til þess hvort bank­inn byrji aft­ur að kaupa upp skulda­bréf evru­ríkj­anna á lægri vöxt­um en markaður­inn hef­ur hingað til viljað kaupa þau á. Þannig gætu skuldug ríki end­ur­fjármagnað sig á viðráðan­legri hátt. Bank­inn hóf slíka stefnu árið 2010 og keypti í heild­ina skulda­bréf fyr­ir 211,5 millj­arða evra áður en því var hætt seint á síðasta ári.

Mario Drag­hi seðlabanka­stjóri mun eft­ir há­degi halda fund þar sem til­kynnt verður hvort farið verður í frek­ari aðgerðir eins og greint var frá í frétt fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK