Þýskaland heldur AAA-einkunn

Þýskaland heldur lánshæfi sínu samkvæmt Standard og Poor's
Þýskaland heldur lánshæfi sínu samkvæmt Standard og Poor's AFP

Matsfyrirtækið Standard  og Poor's hefur staðfest topplánshæfiseinkunn fyrir Þýskaland með stöðugum langtímahorfum. Fylgir fyrirtækið þar með ekki í kjölfar Moody's sem lækkaði langtímahorfur ríkisins úr stöðugum í neikvæðar í síðustu viku.

Sagði í greinargerð Standard og Poor's að „þýski efnahagurinn hefði jafnað sig nokkuð vel síðan 2010, studdur af sterkum útflutningi og auknum fjárfestingum“. Sagði stofnunin að staða Þýskalands, í þeim alþjóðlega efnahagsvanda sem núna stæði yfir, væri svo styrk vegna „langvarandi uppbyggingar hjá fyrirtækjum, hófsemi í launamálum og mikils sparnaðar“.

Standard og Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn margra landa síðasta árið og má þar á meðal nefna að Frakkland og Bandaríkin voru bæði sett í AA-flokk, sem er einum lægri en AAA sem Þýskaland er í.

Efnisorð: lánshæfi Þýskaland
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK