Heineken sækir fram

Hollenski bjórframleiðandinn Heineken hefur keypt framleiðsluaðila Tiger bjórsins.
Hollenski bjórframleiðandinn Heineken hefur keypt framleiðsluaðila Tiger bjórsins. AFP

Hollenski bjórframleiðandinn Heineken segist hafa náð samkomulagi um kaup á brugghúsinu Asian Pacific Breweries. Er salan metin á 3,3 milljarða evra, en asíski bjórframleiðandinn er með þeim stærri í álfunni og rekur yfir 30 brugghús um alla Asíu. Meðal þekktra tegunda eru Tiger- og Bintang-bjórinn. 

Fyrir átti Heineken 41,9% hlut í brugghúsinu, en kaupin eru á 40% hlut drykkjarframleiðandans Fraser & Neave. Skapar þetta yfirtökuskyldu fyrir Heineken sem gæti aukið kaupin upp í 5,1 milljarð evra. Þykja kaupin sýna fram á aukinn vilja Heineken til að sækja fram á nýmarkaðssvæðum eins og í Suðaustur-Asíu.

Efnisorð: bjór Heineken
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK