Byggingarfélag Gunnars og Gylfa hefur blásið til nýrrar sóknar á byggingarmarkaði. Fyrirtækið er að ljúka við 52 íbúðir í Lundi í Kópavogi og að hefjast handa við að reisa 60 íbúðir sem verða í þremur fjölbýlishúsum á sama stað.
Stefnt er að því að reisa 400 íbúðir á svæðinu og fyrirtækið vinnur einnig að því að reisa 40 íbúðir í Garðabæ.
Í umfjöllun um fyrirtækið í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram, að það er með um 100 fasta starfsmenn auk margra undirverktaka. Eigendur fyrirtækisins juku hlutafé þess um 100 milljónir kr. fyrir ári.