Minnsta uppskera í sex ár

Maísuppskera í Bandaríkjunum hefur orðið illa út vegna þurrka
Maísuppskera í Bandaríkjunum hefur orðið illa út vegna þurrka AFP

Uppskera á maís í Bandaríkjunum er sú minnsta í sex ár að því er fram kemur í skýrslu frá landbúnaðarráðuneyti landsins. Bandaríkin framleiða mest allra ríkja af maís og er gert ráð fyrir að framleiðslan muni dragast saman um 13% og að uppskera sojabauna verði um 12% minni en í fyrra. 

Miklar hitabylgjur og lítið regn hefur sett landbúnaðarframleiðslu í Bandaríkjunum í mikið uppnám en í júlí mældist hærra hitastig að meðaltali um öll ríkin en nokkru sinni fyrr síðan mælingar hófust. Þessir miklu þurrkar orsaka að sojauppskera á hvern akur hefur ekki verið jafnlítil síðan 2003 og þarf að leita aftur til 1995 til að finna jafnlitla uppskeru fyrir maís.

Í gær greindi mbl.is frá því að uppskerubresturinn myndi væntanlega valda töluverðum hækkunum á fóðri og matvælum hérlendis þegar líða tekur á veturinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK