Uggandi yfir stöðu atvinnumála

Orri Hauksson
Orri Hauksson

Margir eru uggandi yfir stöðu atvinnumála þessi misserin, en atvinnuleysistölur í júní hækkuðu um 0,6% miðað við fyrra ár þó mikið sé að gera í ferðamannaiðnaðinum og við kvikmyndaverkefni. Atvinnuskapandi átaksverkefni eins og vinnandi vegur fara einnig að klárast á næstu 8 mánuðum og eru efasemdir uppi um að þau skili tilætluðum árangri. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í viðtali við mbl.is að samtökin hafi nokkrar áhyggjur af ástandinu og að stjórnvöld hafi bæði fyrir og eftir hrun ekki staðið sig við að vera sveiflujafnandi afl.

Áhyggjur af atvinnuleysi

Almennt hefur atvinnuleysi dregist mikið saman yfir sumarmánuði en komið til baka á haustin og veturna. Í ofanálag við árstíðabundnar sveiflur kemur átaksverkefnið vinnandi vegur til með að klárast frá ágúst fram til næsta maí. Hækkun á atvinnuleysistölum í júní, ef miðað er við fyrra ár, gefur því slæm fyrirheit um komandi misseri. Tilhneiging til svartrar atvinnustarfsemi hefur þó verið að færast í vöxt að mati Orra og það sé nokkuð  sem þurfi að vinna gegn.

Orri segir að hagsmunaaðilar hafi áhyggjur af því að hluti þeirra sem hafi verið ráðnir til starfa með styrk frá vinnumálastofnun muni ekki fá endurnýjaðan ráðningarsamning þegar þessum ljúki. Vonast hann til að ekki þurfi að ráðast í nýjar slíkar aðgerðir á ný. „Við vonumst til að þurfa ekki að fara aftur í slík úrræði og að þetta leysi sig sjálft með að atvinnulífið taki við sér aftur“

„Sandur í tannhjólunum“

Segir hann að mörg verkefni hafi seint komist á koppinn eða jafnvel verið sett í salt vegna hægagangs og óvssu hjá ríkisstjórninni. Telur hann upp sem dæmi rammaáætlun stjórnvalda um nýtingu vatnsafls og jarðavarma „þar sem nærtækustu virkjanakostirnir voru settir í bið eða verndun sem þýðir að það er ekki verið að fara í þau verkefni á meðan.“

„Það er allsstaðar sandur í tannhjólunum sem veldur því að þessar fjárfestingar eru ekki að fara af stað,“ segir hann og bætir  við að löggjöf um vissar lágmarkslagfæringar á skattkerfinu til samræmis við önnur lönd vegna gagnavera hafi ekki farið í gegn fyrr en fyrir 18 mánuðum og það hafi hægt mikið á uppbyggingu þeirrar greinar.

Hafa haldið að sér höndum

Nú þegar lægð sé í flestum iðnaði, ef frá er skilinn hugverkageirinn og að áliðnaðurinn haldi sjó, hafi ríkið að mörgu leyti dregið að sér hendur og sé ekki að að stuðla að framkvæmdum sem skyldi, meðan ýtt var undir þensluna fyrir hrun þegar réttar hefði verið að láta einkaaðila um helstu framkvæmdir og sleppa því að vera sveiflumagnandi afl.

Aðgangur að fé er ekki flöskuháls að mati Orra, heldur séu t.d. lífeyrissjóðir með fulla vasa fjár sem þeir bíði eftir að geta fjárfest með. Það sem vanti sé að stjórvöld leysi úr óvissu eða standi ekki á bremsunni svo að stærri verkefni geti farið í gang.

Orri telur rammaáætlunina setja á bið nærtækustu virkjanakosti sem hefðu …
Orri telur rammaáætlunina setja á bið nærtækustu virkjanakosti sem hefðu getað eflt atvinnulíf til muna mbl.is/Rax
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK