Verðhækkanir á matvöru í vetur

Skemmdur maís vegna hita á kornakri í Iowa
Skemmdur maís vegna hita á kornakri í Iowa AFP

Verð á maís og soja­baun­um hef­ur síðustu mánuði hækkað gíf­ur­lega og fór verð á maís sem er til af­greiðslu í des­em­ber upp um 2% síðast í gær og hef­ur hækkað um tæp­lega 60% síðustu tvo mánuði. Á sama tíma hafa soja­baun­ir farið upp um rúm­lega 30% og ekki virðist sjá fyr­ir end­ann á þess­um hækk­un­um. Mikl­ir þurrk­ar hafa verið í Banda­ríkj­un­um það sem af er sumri og er bú­ist við að stór hluti upp­sker­unn­ar muni gefa lítið af sér eða sé jafn­vel ónýt­ur. 

Lík­legt er að mikl­ar hækk­an­ir á þess­um vör­um hafi áhrif á mat­vöru og bú­vör­ur, en maísmjöl er t.d. notað í fjöld­ann all­an af mat­vör­um auk þess sem tvær af aðal­grunnstoðum í kjarna­fóður fyr­ir bú­fénað er maís og soja­baun­ir. Mbl.is ræddi við Bergþóru Þor­kels­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Líf­l­ands, um áhrif þess­ara hækk­ana hér­lend­is og vænt­an­lega vöru­verðshækk­un.

Fram­leiðsla land­búnaðar­af­urða hækk­ar

„Maís og soja eru und­ir­staðan und­ir alla búfjár­fram­leiðslu í gróf­um drátt­um, þ.e.a.s. kjöt- og mjólk­ur­fram­leiðslu, þó aðrir hlut­ir komi til eins og hey og heima­fengið bygg“ seg­ir Bergþóra. Al­mennt má segja að 35-50% af inni­haldi kjarna­fóðurs sé gert úr þess­um tveim­ur grunnstoðum. „Þetta hef­ur þau áhrif að kostnaðar­verð við fram­leiðslu land­búnaðar­af­urða hækk­ar“ og tel­ur hún að bú­ast megi við hækk­un­um hér­lend­is þegar komið sé fram á vet­ur­inn. 

Seg­ir Bergþóra að þess­ar hækk­an­ir muni sér­stak­lega eiga við um svína- og kjúk­linga­rækt þar sem slík fram­leiðsla byggi nær al­farið á kjarna­fóðri. Í mjólk­ur- og kinda­kjöts­fram­leiðslu er notað tölu­vert af heyi og öðrum fóður­gjöf­um og því ættu áhrif­in þar að vera minni, þó þau muni vænt­an­lega einnig koma fram. Seg­ir hún að bú­ast megi við fínu byggári hér­lend­is, þrátt fyr­ir þurrka, þar sem ýmis svæði hafi fengið góða vætu. Það gæti því að ein­hverju móti vegið upp á móti hækk­un­um á er­lend­um aðföng­um.

Mikl­ir þurrk­ar og hita­skeið

Lítið sem ekk­ert hef­ur rignt í miðríkj­um Banda­ríkj­anna þar sem ein­hverj­ir stærstu maís- og soja­bauna­akr­ar heims finn­ast. Maís­upp­sker­an verður slæm en sér­fræðing­ar segja enn von fyr­ir soja­baun­irn­ar, því þær eru ennþá óþroskaðar og gætu grætt á rign­ingu, ef hún fell­ur fljót­lega.

Eins og kom fram í frétt mbl.is í gær var júlí heit­asti mánuður á meg­in­landi Banda­ríkj­anna síðan mæl­ing­ar hóf­ust og hafa síðustu 12 mánuðir verið þeir hlýj­ustu sam­fellt í Banda­ríkj­un­um frá upp­hafi mæl­inga 1895.

Frek­ari hækk­an­ir lík­leg­ar

Í dag verður birt skýrsla í Banda­ríkj­un­um um stöðu mála í maís­rækt og seg­ir Bergþóra að flest­ir geri ráð fyr­ir að hún muni staðfesta verri af­komu en upp­haf­lega var bú­ist við. Því sé ekki ólík­legt að verð muni hækka enn frek­ar á næst­unni. Upp­skera á maís er seinnipart hausts og er viðbúið að sú upp­skera verði slök. Bíða verður fram í fe­brú­ar eft­ir upp­skeru á soja­baun­um og því ekki viðbúið að verð fari mikið lækk­andi fyrr en í fyrsta lagi eft­ir ára­mót. Fyr­ir 2 vik­um var gert ráð fyr­ir að hækk­andi verð á maís og soja­baun­um myndi skila sér í 3 til 4% hækk­un mat­væla bæði í ár og á næsta ári í Banda­ríkj­un­um. Síðan þá hef­ur verðið lítið annað gert en að fara upp og því lík­legt að mat­væli hér­lend­is muni hækka um rúm­lega þá tölu að öðru óbreyttu.

Bergþóra Þorkelsdóttir.
Bergþóra Þor­kels­dótt­ir. Morg­un­blaðið/​Ern­ir
Uppskera á sojabaunum í Brasilíu
Upp­skera á soja­baun­um í Bras­il­íu AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK