Stórfyrirtækið Apple hefur hætt sýningu á „genius“ auglýsingunum sem frumsýndar voru í útsendingu frá opnunarhátíð ólympíuleikanna. Auglýsingunum var heldur illa tekið og sögðu aðilar á auglýsingamarkaðinum að Apple væri með þeim bæði að gera lítið úr viðskiptavinum sínum og að stíllinn sem væri svo algengur hjá fyrirtækinu væri alveg horfinn. Er þetta mjög óalgengt hjá fyrirtækinu sem hefur hingað til þótt hitta naglann á höfuðið með hverri auglýsingunni á fætur annarri og skarað fram úr hvað varðar tískustrauma.
Auglýsingarnar sýna einn af „genius“ starfsmönnum fyrirtækisins aðstoða viðskiptavini sem eru á miðjum aldri við dagleg tölvuvandamál, t.d. við að gera myndaalbúm á sem stystum tíma. Margir gagnrýnendur bentu á að auglýsingarnar sýndu viðskiptavinina sem mjög heimska sem ætti ekki að höfða til fólks.
Í grein á Wall street journal er aftur á móti bent á að mögulega sé þetta skref hjá Apple í átt til nýs markhóps. Segir að viðskiptavinahópur fyrirtækisins sé að breytast ört og þeim yngri sé að fækka meðan eldri viðskiptavinum fjölgi örlítið. Þessi auglýsing hafi verið liður í að nálgast hóp sem leitar í auknum mæli eftir „við erum hér til að aðstoða“ upplifun og mögulega muni Apple nálgast mismunandi markhópa með mismunandi auglýsingum í framtíðinni, eitthvað sem fyrirtækið hefur ekki oft gert áður.
Það er því ekki ólíklegt að Apple sé að skoða sig um og að skerpa á áherslum þó að ekki sé líklegt að fyrirtækið muni breyta algjörlega um stefnu og hætta að vera leiðandi þegar kemur að einföldum og vinsælum stíl.
Hægt er að sjá auglýsingarnar umtöluðu á tækni blogginu