Verða háðari evrópska seðlabankanum

Santander bankinn hefur verið duglegur í endurkaupunum
Santander bankinn hefur verið duglegur í endurkaupunum AFP

Evrópskir bankar virðast hafa fundið leið til að sýna fram á mikinn hagnað og betri eiginfjárstöðu, en taka í leiðinni töluverða áhættu og veðja á lágan vaxtakostnað í framtíðinni og verða háðari lántöku frá evrópska seðlabankanum. Bankarnir kaupa til baka eigin skuldir á lægra verði frá fjárfestum sem vilja losna við bréfin og innleysa hagnað sem kemur vel út í rekstrinum. 

Segir í umfjöllun The Wall Street Journal um málið að með þessu athæfi fæli bankarnir fjárfesta frá sem hafi almennt lánað til lengri tíma. Það veldur því svo að bankarnir verða háðari lánveitingum frá evrópska seðlabankanum þar sem lántökukostnaður hækkar og bankarnir lenda í vandræðum með að endurfjármagana sig. Evrópskir bankar hafa að sögn blaðsins verið duglegir síðustu mánuði við endurkaupin, en með þeim hafa bankarnir fundið skyndilausn á að hækka eiginfjárhlutfallið og í leiðinni auka á vandræði til lengri tíma.

Tekur blaðið nokkur dæmi um banka sem hafa keypt mikið af bréfum til baka og hagnast mikið. Hefur útibú Santander bankans í Bretlandi t.d. keypt til baka bréf fyrir 1,9 milljarða sterlingspunda og innleyst 500 milljónir í hagnað. Samtals nema þessi endurkaup hundruðum milljarða íslenskra króna.

Efnisorð: bankar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK