„Fádæma óvirðing við greinina“

Ríkisstjórnin áformar að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% upp …
Ríkisstjórnin áformar að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% upp í 25,5% Rax / Ragnar Axelsson

Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hugmynd um að hækka virðisaukaskatt á gistingu er mótmælt harðlega. Segir í tilkynningunni, sem ber fyrirsögnina „Fádæma óvirðing við greinina“, að flestöll ríki Evrópu setji gistingu í lægra þrep virðisaukaskatts til að ferðaþjónustan fái að dafna og koma með meiri tekjur í þjóðarbúið.

Tilkynninguna má lesa í heild hér að neðan:

„Fundur fjármálaráðherra með fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, sem haldinn var í gær, um hugmyndir ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%, olli miklum vonbrigðum og ljóst að mönnum var full alvara að veita ferðaþjónustunni þetta rothögg. Fulltrúar SAF hlustuðu agndofa á fjármálaráðherra segja eðlilegt að greinin taki á sig 17,3% verðhækkun þar sem hún sé á uppleið.

Fjármálaráðherra sýndi ferðaþjónustunni og starfsfólki hennar fádæma óvirðingu í fréttum Sjónvarps í gærkvöldi þegar hún sagði neðra þrep virðisaukaskatts vera ríkisstyrk. 

29 þjóðir af 32 í Evrópu eru með gistinguna í neðra þrepi virðisaukaskatts. Þær þjóðir kalla það ekki ríkisstyrk, þær gera það til þess að ferðaþjónustan dafni og færi meiri tekjur í þjóðarbú. Þar mega atvinnugreinar dafna. Þjóðverjar lækkuðu t.d. virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% þegar fór að kreppa að í Evrópu í þessu skyni.

Samtök ferðaþjónustunnar hvetja ríkisstjórnina til að hætta alfarið við þessa fáránlegu hugmynd og leyfa ferðaþjónustunni að dafna, öllum til góðs.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK