Icelandair lækkar, en grænt yfir Evrópu

Ein af flugvélum Icelandair
Ein af flugvélum Icelandair mbl.is/Ernir

Eftir að hafa hækkað í síðustu viku og í gær lækkuðu bréf í Icelandair um 1% í dag. Þau eru samt enn fyrir ofan 7 stiga múrinn og stóðu í 7,02 stigum við lokun. Hagar hækkuðu um 0,27% í rúmlega 220 milljóna viðskiptum og Atlantic Petroleum reis um 0,64%. Reginn og Marel stóðu í stað. 

Í Evrópu voru allar tölur grænar og hækkanir yfir 0,5% á öllum helstu vísitölunum. Í London hækkaði FTSE 100 um 0,56% og DAX 30 í Frankfurt fór upp um 0,94%. Í París hækkaði CAC 40 um 0,70% meðan IBEX 35 í Madrid fór upp um 0,78% og FTSE í Mílan hækkaði um 0,85%.

Efnisorð: Icelandair
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK