Verslun dregst saman

Verslun á dagvöru, áfengi, fötum og skóm dróst saman í …
Verslun á dagvöru, áfengi, fötum og skóm dróst saman í júlí. Morgunblaðið/ÞÖK

Verslun dróst töluvert saman í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Dagvöruverslun fór niður um 3,4% á föstu verðlagi, en þegar leiðrétt hefur verið fyrir árstíðabundnum þáttum var samdrátturinn 1,6%. Sala á áfengi, fötum og skóm dróst einnig saman og var fór áfengissalan niður um 17,9% á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar.

Segir einnig að sala raftækja og húsgagna hafi aukist um 5% og 12,3% á föstu verðlagi. Þeir tveir flokkar telja þó aðeins fyrir um 12% af heildarútgjöldum þessara flokka sem skoðaðir eru og því má segja að verslun heimilanna hafi talsvert dregist saman frá fyrra ári.

Bendir rannsóknasetrið sérstaklega á að fataverslun hafi dregist saman. „Fataverslun minnkaði um 11,7% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 8,7% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði velta fataverslunar í júlí um 2,8% frá sama mánuði í fyrra. Verð á fötum hækkaði um 3,4% frá sama mánuði fyrir ári. Velta skóverslunar dróst saman um 11,8% í júlí á föstu verðlagi og um 7,3% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð fyrir ári. Verð á skóm hækkaði um 5,1% frá júlí í fyrra.“

Neysla ferðamanna skiptir töluverðu máli í þessu sambandi, en í þessum tölum er ekki tekið mið af aukningu í sölu hjá verslunum sem flokkast undir svokallaðan ferðaþjónustureikningi Hagstofunnar. Rannsóknarsetrið gerir ráð „fyrir að um 15% neyslu erlendra ferðamanna hér á landi sé varið til smásöluverslunar. Í síðasta mánuði var velta erlendra greiðslukorta hér á landi 13,1 milljarður króna. Samkvæmt þessu má ætla að ferðamenn hafi varið næstum tveimur milljörðum kr. í verslun hér á landi í síðasta mánuði.“

Samdrátt í fatasölu þarf einnig að skoða í því samhengi að Íslendingar eru byrjaðir að ferðast meira erlendis en áður og samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands hefur kreditkortavelta Íslendinga erlendis aukist um 7,9% síðasta árið og um 6,6% á debetkortum. Velta íslenskra greiðslukorta erlendis er um 9% af heildarveltu kortanna og í ljósi þess að margir fara erlendis í verslunarferðir telur aukning í verslun erlendis eitthvað af fataverslun hérlendis.

Taflan sýnir breytingu á verslun í júlí miðað við fyrri …
Taflan sýnir breytingu á verslun í júlí miðað við fyrri mánuð og fyrra ár. Rannsóknasetur verslunarinnar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK