Bréf í Facebook enn á niðurleið

Ekki gengur né rekur hjá Facebook þessa dagana
Ekki gengur né rekur hjá Facebook þessa dagana AFP

Bréf í Facebook halda áfram að falla og eru nú rétt undir 20 Bandaríkjadollurum á hlut, en þegar þau fóru á markað voru þau metin á 38 dollara. Hafa bréfin lækkað um tæplega 6% það sem af er degi, en á þriðjudaginn greindi mbl.is frá því að viðskipti frumfjárfesta og starfsmanna gætu lækkað gengi bréfanna enn frekar, en opnað var fyrir viðskipti hluta af bréfum þessara aðila í dag. Ekki er vitað hvort skjálfti í markaðsaðilum eða aukið framboð bréfanna hafi ollið lækkuninni í dag, en bréf félagsins hafa verið í frjálsu falli frá skráningunni á maí.

Á næstu 9 mánuðum verður opnað fyrir viðskipti með 2 milljarða bréfa í viðbót, svo fróðlegt verður að sjá hvort svipuð lækkun muni halda áfram út árið eða ef Facebook nær að snúa taflinu við og sannfæra fjárfesta um möguleika fyrirtækisins til að skila góðri arðsemi.

Efnisorð: Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK