Vill að Írar læri af Íslendingum

Mikið atvinnuleysi plagar Íra, sem margir telja Íslendinga hafa unnið …
Mikið atvinnuleysi plagar Íra, sem margir telja Íslendinga hafa unnið betur úr hruninu en þeir sjálfir. AFP

Thomas Molloy, blaðamaður á írsku útgáfu Independent fer fögrum orðum um leið Íslendinga úr kreppunni og skammar írska stjórnmálamenn fyrir að vera 4 árum seinni af stað að taka við sér en þá íslensku. Segir hann Íslendinga vera á fleygiferð úr efnahagserfiðleikunum meðan Írar sitji enn í myrkrinu með risavaxið atvinnuleysisvandamál.

Molloy viðurkennir að það sé mikill munur á löndunum tveimur, svo sem stærðarmunur og gjaldmiðillinn, en það breytir því ekki að það sé margt sem Írar megi læra af því sem gert var hérlendis.

Máli sínu til stuðnings bendir hann á grein Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem sagði í síðustu skýrslu sinni að önnur lönd gætu lært margt frá viðbrögðum Íslands, svo sem með að leggja byrgðar á skuldabréfaeigendur og kröfuhafa, halda uppi velferðarkerfinu og að setja á gjaldeyrishöft. 

Segir hann að gagnrýnendur á leið Íslands hafi bent á að ekki hafi verið um annað að velja fyrir landið og að það hafi verið nauðbeygt til að láta allt falla og verða fyrir hruni á gjaldmiðli. Segir hann þetta litlu máli skipta og að leiðin sé ekki slæmt þótt enginn annar möguleiki hafi verið í boði. 

Hrun gjaldmiðilsins tekur Molloy sérstaklega fyrir og segir að þótt það sé slæmt til skamms tíma hafi þetta virkað sem „adrenalín sprauta“ fyrir hrjáðan efnahag. Staðan í dag sé sú að Ísland sé á leið út úr kreppunni og að atvinnuleysi þar sem aðein einn þriðji af því sem það sé í Írlandi. Hann bendir þó á að Ísland sé nokkuð heppið með staðsetningu, þar sem hrun gjaldmiðils og gjaldeyrishöft á Írlandi myndi að öllum líkindum orsaka gífurlegt smygl milli Norður-Írlands og Írlands sem erfitt væri að stoppa, meðan nokkuð einfalt sé fyrir Íslendinga að fylgjast með þessum málum.

Undir lokin skammar hann svo ráðamenn á Írlandi harðlega fyrir þeirra aðgerðir og aðgerðaleysi og segir að Geir H Haarde, fyrrum forsætisráðherra Íslands, sem hafi þurft að sitja undir ásökunum og kæru beri höfuð og herðar yfir þarlenda stjórnmálamenn. Vill Molloy að ef aftur komi til hruns á Írlandi verði horft til hérlendra aðgerða og lært af þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka