Frumkvöðull í einfaldri þrívíddargerð

Sýnishorn af því hvernig vinnslan á þrívíddarmyndunum fer fram.
Sýnishorn af því hvernig vinnslan á þrívíddarmyndunum fer fram. Ólafur Haralsson

„Það var sagt við mig að þetta lyti út fyrir að vera eitthvað sem væri ekki hægt,“ segir Ólafur Haraldsson, stofnandi Designing Reality, sem er sprotafyrirtæki sem hefur hannað hugbúnað sem býr til þrívíddarmyndir með því að notast við venjulegar myndir. Á fjárfestingafundi Startup Reykjavík sýndi Ólafur fram á að þetta væri vissulega hægt, auk þess sem framkvæmdin væri nokkuð einföld og kostaði ekki mikinn pening.

Þegar kvikmyndagerðarmenn fara út í þrívíddarvinnslu þarf heilt teymi af grafískum hönnuðum og ferlið er oft langt og strangt. Með þessum nýja hugbúnaði vonast Ólafur eftir því að geta gert hágæða lausnir aðgengilegri fyrir hinn almenna notenda.

Frumkvöðlastarf

Ólafur segir að þegar hann hafi fyrst kynnt hugmyndina fyrir fólk hafi fæstir trúað því að þetta væri mögulegt. Hann hafi aftur á móti sannfært fólk þegar hann gat með venjulegum myndum búið til þrívíddarmyndir fyrir framan nefið á þeim. Með þessa vöru komst hann svo áfram í Startup Reykjavík og var hann valinn, ásamt 9 öðrum verkefnum, til að hefja 10 vikna uppbyggingarstarf undir handleiðslu Innovit, Klaks og Arion banka, en sá síðastnefndi fjárfesti fyrir 2 milljónir í hverju verkefni gegn 6% hlut í fyrirtækjunum.

Hugmynd Ólafs gengur út á að opna vefsíðu þar sem fólk gefst kostur á að hlaða upp myndum sem það tekur af fólki, landslagi eða hverju sem er. Hugbúnaðurinn tekur svo myndirnar og vinnur úr þeim þrívíddarmynd og getur þar með búið til landslagskort í þrívídd eða séð sjálft sig í heilmynd frá öllum hliðum. Mögulegt er að gera þrívíddarmynd með aðeins tveimur venjulegum, en Ólafur segir að almennt væri best að hafa allavega 5-10 myndir frá mismunandi sjónarhornum.

Áður hefur hann unnið með kvikmyndaverum eins og New Line Cinema og auk fjölda annarra verkefna. Í gegnum þá vinnu hannaði Ólafur hugbúnaðinn sem hann hefur svo notað í að gera sérstök verkefni, en nú vill hann að auki færa þetta nær hinum almenna notenda. Þetta geti einnig verið góð kynning fyrir sérhæfðari lausnir sem hann og fyrirtæki hans bjóða upp á.

Ekki alveg næsta Avatar mynd

Segir hann að helsti markhópurinn sé allt frá byrjendum og áhugamönnum upp í sjálfstæða kvikmyndagerðamenn, auk þess sem fjölmargar greinar geti nýtt sér þetta og nefnir í því samhengi t.d. fornleifafræði og tölvuleikjageirann. Ólafur segir fólk „sé ekkert að fara að búa til nýja Avatar mynd“, en að þetta bæði fræði fólk um þessa vinnslu og muni vonandi auka notkun hennar hjá litlum og meðalstórum aðilum.

Fólki verður kleift að nota þjónustuna sér að kostnaðarlausu til að byrja með, en ef það hefur áhuga á að búa til margar myndir, fá þær í betri gæðum eða hlaða þeim niður er hægt að kaupa aðgang sem gerir slíkt kleyft. 

Stutt í að hugbúnaðurinn fari í loftið

Ólafur segist geta fullyrt að stutt sé í að síðan muni líta dagsins ljós, en verið er að semja við fyrsta fjárfestirinn, en auk þess sé aldrei að vita hvað gerist eftir fjárfestingadag eins og þann sem var haldinn af Startup Reykjavík í dag.

Hann tekur þó fram að jafnvel þótt þetta verkefni muni ganga vel stefni hann alls ekki á að setjast í neitt yfirmannasæti og fylgjast með töflureiknisskjölum allan daginn. Hans áhugi liggi í áframhaldandi þróun og hönnun.

Á heimasíðu Designing Reality má sjá sýnishorn af þessari nýju tækni.

Ólafur Haraldsson, stofnandi Designing Reality
Ólafur Haraldsson, stofnandi Designing Reality Ólafur Haralsson
Þessi mynd af Leifi Eiríkssyni var gerð með 28 myndum …
Þessi mynd af Leifi Eiríkssyni var gerð með 28 myndum sem voru settar saman. Hægt er að skoða styttuna frá öllum sjónarhornum. Ólafur Haralsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK