Nöfn bankastarfsmanna gefin upp

HSBC er á meðal banka sem sendu upplýsingar um starfsmenn …
HSBC er á meðal banka sem sendu upplýsingar um starfsmenn sína til Bandarískra yfirvalda AFP

Svissneskir bankar hafa sent upplýsingar um eigin starfsmenn til bandarískra skattayfirvalda til að koma í veg fyrir ákærur í Bandaríkjunum um að þeir hafi aðstoðað við skattsvik. Eru gögnin hluti af miklum upplýsingum sem hafa verið sendar til yfirvalda vestan hafs, en Credit Suisse og HSBC eru meðal þeirra sem gáfu frá sér upplýsingarnar. Þetta kemur fram í frétt á vef The Wall Street Journal.

Mörgum starfsmönnum sem aldrei komu nálægt viðskiptum í Bandaríkjunum eða skattamálum var tjáð að gögn um þá hefðu verið send og því hefur komið upp mikil óánægja meðal starfsmannanna sem telja að bankarnir hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs. Segja þeir að bankarnir hafi ekki tilkynnt þeim um að gögnin yrðu send fyrr en eftir að það hafi verið gert og með þessu séu bankarnir búnir að eyðileggja orðspor sem þeir hafi haft.

Margir af starfsmönnum bankanna hafa þegar höfðað mál og segja athæfið ólöglegt, en tölvupóstar sem innihéldu orð um Bandaríkin eða bandaríska ríkisborgara voru send yfir, hvort sem það voru símayfirlit, ferðaplön eða viðskiptalistar og náði hluti gagnanna alveg aftur til ársins 2000.

Árið 2009 viðurkenndi UBS bankinn að hafa aðstoðað bandaríska ríkisborgara við að svíkja undan skatti og borgaði 780 milljónir Bandaríkjadollara í skaðabætur auk þess að gefa upp nöfn og upplýsingar um reikninga 4.500 bandarískra viðskiptavina. Svissnesk yfirvöld hafa síðan þá verið samvinnuþýðari og gefið bönkum leyfi til að senda hvaða gögn sem er, svo framarlega sem það stangist ekki á við lög í Sviss. Nú vilja bankastarfsmennirnir fá það á hreint fyrir dómsstólum hvort bankarnir hafi farið of langt í aðgerðum sínum.

Efnisorð: HSBC Sviss
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK