Bréf Icelandair hækkuðu um 0,85% í viðskiptum í dag og stóðu þau í 7,11 stigum við lokun markaða. Aðeins áttu sér stað viðskipti með bréf tveggja annarra félaga, Marel og Nýherja, og lækkuðu þau bæði. Bréf í Marel fóru niður um 1,41% en Nýherji lækkaði um 3,71%. Fór úrvalsvísitalan niður um 0,42% og stendur nú í 999,01 stigi.
Í Evrópu var örlítil hækkun á flestum mörkuðum, nema á Ítalíu, en FTSE í Mílan fór niður um 0,49%. FTSE í London stóð í stað, en DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um 0,31% og CAC 40 í París skreið upp um 0,02%. Á Spáni fór IBEX 35 upp um 0,38%.