Merkel vill Grikkland áfram með evru

Antonis Samaras og Angela Merkel.
Antonis Samaras og Angela Merkel. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fundaði með Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands í dag og fóru þau meðal annars yfir áframhald á aðstoð evrusvæðisins við Grikkland. Sagði Merkel eftir fundinn að hún vildi áfram að Grikkland tæki þátt í evrusamstarfinu og að ríkisstjórn Samaras væri að vinna að lausn efnahagsvandans.

„Ég vil að það komi skýrt fram, en Grikkland er hluti af evrusamstarfinu og ég vil að það haldist þannig“ sagði Merkel í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna, en þar sagði hún einnig að vitað væri að færa þurfti miklar fórnir fyrir áframhaldandi samstarf og að Þýskaland væri tilbúið að styðja við Grikkland í þessu máli.

Samaras sagði að Grikkland héti því að standa við öll loforð sem gefin hefðu verið alþjóðlegum lánadrottnum og að ekki yrði óskað eftir frekari aðstoð, Grikkland þyrfti samt sem áður „smá tíma til að ná andanum“ til að ná fram þeim niðurskurði sem þyrfti að fara í og endurskipulagningu.

Á morgun heldur Samaras til París þar sem hann mun hitta fyrir Francois Hollande, forseta Frakklands, en hann er talinn ætla að ýta á eftir því að slakað verði á kröfum um niðurskurð á næstu misserum.

Merkel ítrekaði eftir fundinn að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, Evrópusambandið og evrópski seðlabankinn þyrftu að halda sig við áætlun um næsta skammt af 31,5 milljarða evru láni til handa Grikklands, sem áður hafði verið samþykkt með fyrirvara um að Grikkland stæði við sín loforð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK