Bréf í Samsung lækka eftir dóm

Höfundarréttarbarátta Samsung og Apple heldur áfram
Höfundarréttarbarátta Samsung og Apple heldur áfram AFP

Hlutabréfaverð raftækjaframleiðandans Samsung féll í dag eftir að dómstóll í Kaliforníu sagði fyrirtækið hafa nýtt sér sex höfundarvarin atriði við hönnun á símum sem fyrirtækið seldi. Dómstóllinn dæmdi Samsung til að greiða Apple, sem átti rétt á hönnuninni, 1,05 milljarða Bandaríkjadollara í bætur og lækkuðu bréf Samsung um 7,5% í kjölfarið. 

Fjárfestar eru flestir áhyggjufullir um að dómurinn verði fordæmi og að á næstunni muni aðrir dómar sem gætu fylgt bannað sölu á þeim vörum þar sem höfundarrétturinn var brotinn. Sérfræðingar á farsímamarkaði hafa aftur á móti bent á að þeir símar sem um ræðir séu ekki lengur í fullri sölu og bann við sölu þeirra myndi ekki hafa mikil áhrif á Samsung. 

Fram til þessa höfðu dómstólar í Kóreu, Þýskalandi, Hollandi og Bretlandi dæmt Samsung í vil og sagt að ekki hefði verið gengið á einkaleyfi Apple. Í yfirlýsingu sem var send frá Samsung kemur fram að dómurinn sé mikil vonbrigði, en fyrirtækið muni halda áfram og ekki hætta fyrr en rök þess verði samþykkt fyrir dómstólum. Sagði þar einnig að fyrirtækið vonaðist til að neytendur myndu standa með því fyrirtæki sem stæði fyrir nýjungum í stað dómsmála. 

James Song, sérfræðingur hjá Daewoo Securities, sagði í viðtali við AFP-fréttastofuna að ólíklegt væri að ruglast yrði í framtíðinni á nýrri Galaxy-símum Samsung og iPhone-símum Apple og að þau módel sem hugsanlega yrðu bönnuð væru aðeins 5% af sölu Samsung. 

Efnisorð: Apple Galaxy Samsung
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK