Óbreytt hjá Dollar, Thrifty og Hertz

Ólíklegt er að kaupin á Dollar Thrifty muni hafa mikil …
Ólíklegt er að kaupin á Dollar Thrifty muni hafa mikil áhrif hérlendis strax að mati Egils.

Stjórnir bílaleignanna Dollar og Thrifty hafa samþykkt kauptilboð keppinautarins Hertz, eins og fram kom í frétt mbl.is í morgun. Ennþá á samkeppniseftirlitið þar ytra eftir að samþykkja kaupin, en líklegt þykir að þau fái að fram að ganga.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að ef kaupunum verði muni það ekki hafa nein veruleg áhrif hérlendis. Brimborg er sérleyfishafi fyrir Dollar og Thrifty hérlendis og segir hann að langtímasamningar séu í gildi þar að lútandi og því myndi ekki koma til verulegra rekstrarbreytinga hér nema sérleyfishafar bæði Hertz og Dollar Thrifty kæmu sér saman um það. 

Á mörgum stórum mörkuðum, svo sem í Bretlandi og Frakklandi eru bílaleigurnar reknar af fyrirtækjunum sjálfum, en ekki sérleyfishöfum. Telur Egill að á slíkum mörkuðum megi einna helst sjá breytingar á næstunni. Hann segir þó líklegast að nöfnin muni halda sér, enda eru gífurleg verðmæti falin í vörumerkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK