Markaðir í Evrópu hækkuðu í viðskiptum í dag, þrátt fyrir að bjartsýnisspá frá Þýskalandi hafi valdið miklum vonbrigðum og verið sú lægsta í 2 og hálft ár. Í Frankfurt hækkaði DAX 30 vísitalan um 1,10% og í París fór CAC 40 upp um 0,86%. Í Mílanó fór FTSE MIB upp um 0,89% og IBEX 35 í Madrid hækkaði um 1,21%. Kauphöllin í London var lokuð vegna almenns frídags.