Nýtt merki hjá VÍS

Nýtt merki VÍS
Nýtt merki VÍS VÍS

Vá­trygg­ing­ar­fé­lag Íslands, VÍS, hef­ur tekið í notk­un nýtt merki sem er byggt á grunni gamla merk­is­ins en ein­faldað með ein­um lit. Í til­kynn­ingu frá VÍS kem­ur fram að fyr­ir­tækið hafi verið í stefnu­mót­un­ar­vinnu og að í sam­starfi við starfs­fólk hafi framtíðar­sýn fyr­ir­tæk­is­ins til næstu fimm ára verið mótuð og að nýtt merki sé hluti af þeirri breyt­ingu sem unnið er að. 

Á næstu vik­um verður skilt­um skipt út auk þess sem markaðs- og prentefni verður end­ur­gert. Gam­alt efni sem ekki verður unnt að end­ur­nýta hef­ur verið gefið til góðgerðarsam­taka, líkn­ar­fé­laga og leik­skóla. Hönnuður nýja merk­is­ins er Hjörv­ar Harðar­son á aug­lýs­inga­stof­unni ENNEMM. 

VÍS hefur breytt gamla merkinu sem sjá má hér. Nýja …
VÍS hef­ur breytt gamla merk­inu sem sjá má hér. Nýja merkið er byggt á sama grunni. Krist­inn Ingvars­son
Efn­isorð: VÍS
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK