Svartsýni hefur aukist í þýsku viðskiptalífi og hefur hún ekki mælst meiri í tvö og hálft ár samkvæmt nýjum tölum frá Ifo-stofnuninni. Þýskaland er stærsta hagkerfi Evrópu.
Vísitalan mælist nú 102,3 stig samanborið við 103,2 stig í júlí og er þetta fjórði mánuðurinn í röð þar sem svartsýni eykst meðal þýskra kaupsýslumanna. Hefur hún ekki verið meiri síðan í apríl 2010.