Guardtime semur við Opin kerfi

Opin kerfi.
Opin kerfi. mbl.is/Kristinn

Guar­dtime hef­ur samið við Opin kerfi ehf. (OK) um viðamikla hýs­ingu á búnaði. Opin kerfi munu setja upp og þjón­usta kjarna­kerfi Guar­dtime í gagna­veri hjá sam­starfsaðila sín­um Ver­ne Global í Reykja­nes­bæ.

„Ísland hef­ur upp á að bjóða marga kosti fyr­ir alþjóðleg fyr­ir­tæki. Landið er vel staðsett með til­liti til svar­tíma í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu, hér er 100% græn orka og svalt loftið notað til kæl­ing­ar með hag­kvæm­um hætti.  Ég hef hei­mótt gagna­verið og er sann­færður um að þessi aðstaða sé með þeim betri á alþjóðleg­an mæli­kv­arða,“ er haft eft­ir Mike Gault, for­stjóra Guar­dtime.

Helstu viðskipta­vin­ir Guar­dtime eru alþjóðleg­ir bank­ar, trygg­ing­ar­fé­lög og rík­is­stofn­an­ir, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.  

Guar­dtime var stofnað með það að mark­miði að byggja upp nýj­an staðal fyr­ir auðkenn­ingu ra­f­rænna und­ir­skrifaðra gagna. Ra­f­ræn und­ir­skrift sann­ar und­ir­rit­un aðila á gögn­um og að eng­inn einn hluti hef­ur breyst eða verið átt við frá ein­um tíma til ann­ars, seg­ir m.a. í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK