Landsbankinn opinn á laugardögum

Landsbankinn Hamraborg
Landsbankinn Hamraborg hag / Haraldur Guðjónsson

Útibú Landsbankans í Hamraborg mun á næstunni breyta afgreiðslutíma sínum og hafa opið lengur. Opið verður lengur á virkum dögum, auk þess sem opið verður á laugardögum. Verður þetta eina útibú bankans með lengdum afgreiðslutíma til að byrja með.

Breytingin er gerð í tilraunaskyni, en áður hafði útibúið í Smáralind verið opið um helgar, en því var lokað 2008 þegar það sameinaðist Hamraborgarútibúinu. Gjaldkerar, þjónustu- og fyrirtækjafulltrúar verða að störfum á hinum nýja afgreiðslutíma, en gert er ráð fyrir einhverju þjónustugjaldi hjá gjaldkerum, eins og tíðkast hjá öðrum bankaútibúum sem eru opin fram yfir venjulegan afgreiðslutíma.

Áætlað er að afgreiðslutíminn breytist hinn 21. september, en þá mun vera opið til 6 á virkum dögum og frá 11 til 2 á laugardögum. Næsta mánudag, 4. september, mun útibúið einnig verða opnað fyrr og verður framvegis opnað korteri fyrr en venjulega. Að sögn  útibússtjórans Yngva Óðins Guðmundssonar verður stöðugildum í útibúinu fjölgað til að mæta lengri afgreiðslutíma og mun vant fólk sjá um að manna stöðurnar.

Efnisorð: Landsbankinn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK