Mikil þörf á flugmönnum í Asíu

Boeing spáir aukinni þörf á flugmönnum næstu 20 árin.
Boeing spáir aukinni þörf á flugmönnum næstu 20 árin. mbl.is/airbus

Þörf er á 180 þúsund nýjum flugmönnum og 250 þúsund flugvirkjum í Asíu á næstu 20 árum að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá flugvélaframleiðandanum Boeing. Nú þegar hafa flugfélög frá Asíu og Mið-Austurlöndum byrjað að ráða mikið af flugmönnum frá Evrópu og Norður-Ameríku, en þar hafa stór flugfélög dregið aðeins saman seglin síðustu misseri. 

Nýlega héldu kínversk félög til Bandaríkjanna þar sem 100 nýir flugmenn voru ráðnir á þremur dögum, en byrjunarlaun þeirra á þriggja ára samningi voru 200 þúsund Bandaríkjadollarar (um 24 milljónir íslenskar krónur) á ári, en svipuð laun í Bandaríkjunum eru um 180 þúsund dollarar á ári.

Segir í skýrslu Boeing að nú þegar séu nokkur flugfélög sem hafi lent í seinkunum og rekstrartruflunum vegna vöntunar á þjálfuðum flugmönnum. „Þessi vöntun á flugmönnum er alþjóðlegt vandamál, en kemur verst niður í Asíu og Kyrrahafssvæðinu.“

Efnisorð: flug
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK