Dregur úr verðbólgu

Útsölulok hafa áhrif á verðbólgumælingar í ágúst líkt og venjulega
Útsölulok hafa áhrif á verðbólgumælingar í ágúst líkt og venjulega mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í ágúst lækkaði um 0,15% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,08% frá júlí. Almennt hafði því verið spáð að vísitalan myndi hækka lítillega á milli mánaða.

Verðbólgan mæld á tólf mánaða tímabili er nú 4,1% en hún var 4,6% í síðasta mánuði. Mikið hefur dregið úr verðbólgu í ár en í janúar var hún 6,5%.

Verðhjöðnun síðustu þrjá mánuði

Vísitalan án húsnæðis hefur aukist um 4,3% undanfarna tólf mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,4% sem jafngildir 1,5% verðhjöðnun á ári (1,9% verðhjöðnun á ári fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Flugfargjöld lækkuðu um 12,6%

Sumarútsölur eru víða um garð gengnar og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (vísitöluáhrif 0,26%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 12,6% (-0,21%) en verð á bensíni og dísilolíu hækkaði um 2,8% (0,16%). Verð á mat- og drykkjarvörum lækkaði um 1,0% (-0,15%) og verð á nýjum bílum lækkaði um 1,8% (-0,10%).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK