Verð á hráolíu hefur lækkað það sem af er degi í kjölfar þess að samtök sjö stærstu iðnríkja heims, G7, fyrirskipuðu að meira yrði sett á markað af hráolíu vegna fellibylsins Ísaks. Loka hefur þurft olíuhreinsistöðvum í Mexíkóflóa vegna óveðursins.
Í New York hefur verð á hráolíu til afhendingar í október lækkað um 52 sent og er 95,81 Bandaríkjadalur tunnan.
Í London hefur verð á Brent-Norðursjávarolíu lækkað um 25 sent og kostar nú tunnan 112,33 dali.