Ísak hefur áhrif á olíuverð

AFP

Verð á hráolíu hefur lækkað það sem af er degi í kjölfar þess að samtök sjö stærstu iðnríkja heims, G7, fyrirskipuðu að meira yrði sett á markað af hráolíu vegna fellibylsins Ísaks. Loka hefur þurft olíuhreinsistöðvum í Mexíkóflóa vegna óveðursins.

Í New York hefur verð á hráolíu til afhendingar í október lækkað um 52 sent og er 95,81 Bandaríkjadalur tunnan. 

Í London hefur verð á Brent-Norðursjávarolíu lækkað um 25 sent og kostar nú tunnan 112,33 dali.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK