Útlit fyrir minni verðbólgu út árið

Lægri flugfargjöld draga verðbólguna niður
Lægri flugfargjöld draga verðbólguna niður

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% samkvæmt tölum Hagstofunnar í morgun og fór 12 mánaða verðbólga niður í 4,1%. Þetta er nokkuð lægri tala en bæði Seðlabanki Íslands og greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Í framhaldi af þessum fréttum gerir Íslandsbanki nú ráð fyrir 4,0-4,5% verðbólgu út árið, en Seðlabankinn hafði t.d. reiknað með að verðbólgan yrði 4,7% á þriðja ársfjórðungi og 4,9% á fjórða ársfjórðungi.

Samkvæmt morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka voru það aðallega flugfargjöld sem stóðu að baki lækkunarinnar í þetta skiptið, en fargjöld til útlanda lækkuðu um 11,6% milli júlí og ágúst. Mat- og drykkjarvörur lækkuðu einnig og fór sá liður niður um 1% og gerir bankinn ráð fyrir að áhrif af styrkingu krónunnar séu að koma fram af talsvert meiri krafti en hann hafi átt von á.

Greiningardeildin gerir ráð fyrir 0,5% verðbólgu í næsta mánuði, en það myndi lækka 12 mánaða verðbólgu niður í 4,0%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK