EFLA undirritar Nordic Built

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Efla verkfræðistofu
Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Efla verkfræðistofu Ernir Eyjólfsson

EFLA verkfræðistofa er fyrsta verkfræðistofan á Íslandi sem skrifar undir og skuldbindur sig til að fara eftir Nordic Built-sáttmálanum. Sáttmálinn var formlega kynntur í byrjun mánaðarins í Kaupmannahöfn en með undirskrift skuldbinda fyrirtæki í byggingaiðnaði á Norðurlöndum sig til að fylgja 10 meginreglum í starfi sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag, en Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðstjóri umhverfis hjá EFLU, undirritaði sáttmálann fyrir hönd fyrirtækisins. 

Nordic Built er eitt af sex svokölluðum kyndilverkefnum sem stofnað er til í tengslum við mótun nýrrar stefnu um samvinnu í iðnaðar- og nýsköpunarmálum, með áherslu á grænan vöxt. Norrænu viðskipta- og iðnaðarráðherrarnir samþykktu kyndilverkefnin í október í fyrra. Norræna ráðherraráðið fjármagnar verkefnið ásamt Nordic Innovation sem einnig er í forsvari fyrir framkvæmd þess í samvinnu við Norðurlöndin. 

Meðal þátta sem sáttmálinn tekur á er samþætting borgarlífs og náttúrugæða, aukin sjálfbærni í mannvirkjagerð, alþjóðleg hönnun og hönnunarhefð.

Helga Jóhanna Bjarnadóttir sviðstjóri umhverfis hjá EFLU að undirrita samninginn
Helga Jóhanna Bjarnadóttir sviðstjóri umhverfis hjá EFLU að undirrita samninginn Efla
Efnisorð: EFLA
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK