Stór hluti skýringar þess að eignir Íbúðalánasjóðs hafa rýrnað um þrjá milljarða er að eignir sem sjóðurinn yfirtók í fyrra, einkum á landsbyggðinni, reyndust ekki eins verðmætar og áður var talið.
Þær hafi upphaflega verið bókfærðar miðað við fasteignamat en nú hefur komið í ljós að markaðsvirði þeirra er undir fasteignamati, að því er Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
„Þetta endurspeglar þá staðreynd að um er að ræða í mörgum tilfellum eignir á erfiðum svæðum á landsbyggðinni og að þær eru margar í löku ástandi,“ segir Sigurður í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.