Ketill Sigurjónsson, ráðgjafi á sviði orkumála, hefur bæst við hóp pistlahöfunda á viðskiptavef mbl.is. Í fyrsta pistli sínum ber hann útboð Orkustofnunar á sérleyfum til kolvetnisleitar á Drekasvæðinu saman við það hvernig nokkrum öðrum löndum á norðurslóðum hefur tekist til við slík útboð.
Ketill lauk MBA-námi við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (Copenhagen Business School; CBS), lögfræði frá Háskóla Íslands (cand. juris) og stundaði framhaldsnám í Evrópu- og þjóðarétti við London School of Economics (LSE). Hann er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Askja Energy.
Í pistlinum í dag bendir hann á að lítill áhugi hafi verið á útboðunum tveimur á Drekasvæðinu. Ekki eitt einasta af stóru eða millistóru olíufélögunum hafi sóst þar eftir einkaleyfi, heldur aðeins fremur lítil félög. Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að fjársterk fyrirtæki með mikla reynslu komi að olíuleitinni hér, því árangur á þessu sviði kalli oftast á mikla þolinmæði og mikið fjármagn.
Pistilinn má lesa í heild hér.