Komnir í undanúrslit

Halldór Örn Guðnason, Ragnar Fjölnisson, Hrafn Eiríksson og Arnar Laufdal …
Halldór Örn Guðnason, Ragnar Fjölnisson, Hrafn Eiríksson og Arnar Laufdal Ólafsson eru mennirnir á bak við Cloud Engineering. mbl.is/Startup Reykjavík

Íslenska sprotafyrirtækið Cloud Engineering er komið í undanúrslit með Datatracker-hugbúnaðinn fyrir Arctic15-ráðstefnuna sem haldin verður í Helsinki í október.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að fyrirtækið er tilnefnt í flokki sprotafyrirtækja og keppir það við fjögur önnur verkefni um að komast í sjálf úrslitin hinn 18. október þar sem 15 teymi munu kynna vörur sínar fyrir væntanlegum fjárfestum.

Arctic15 er viðburður fyrir fagfjárfesta og frumkvöðla sem starfa á Norðurlöndunum
og í Eystrasaltslöndunum. Yfir 400 aðilar úr norðurevrópska fjárfestinga- og
frumkvöðlaheiminum mæta árlega á ráðstefnuna og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt
fyrirtæki er tilnefnt til þátttöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK