Kristín Þóra til Samtaka atvinnulífsins

Kristín Þóra Harðardóttir
Kristín Þóra Harðardóttir Samtök atvinnulífsins

Kristín Þóra Harðardóttir hefur verið ráðin í starf lögfræðings á vinnumarkaðssviði hjá Samtökum atvinnulífsins. Kristín Þóra hefur undanfarin fimm ár starfað sem vinnuréttarlögfræðingur á mannauðsskrifstofu Reykjavíkurborgar þar sem hún m.a. annaðist túlkun kjarasamninga, samskipti við stéttarfélög og sat í samninganefnd Reykjavíkurborgar vegna kjarasamninga. Þetta segir í tilkynningu frá samtökunum.

Kristín Þóra er einnig menntaður garðyrkjufræðingur og með BA í heimspeki. Hún rak um árabil eigin blómaverslun og verktakafyrirtæki á sviði garðyrkju þar sem hún sá m.a. um starfsmannamál. Samtök atvinnulífsins bjóða Kristínu Þóru velkomna til starfa.

Kristín Þóra tekur við af Guðjóni Axel Guðjónssyni, sem starfar nú hjá Landsneti. SA þakka Guðjóni fyrir vel unnin störf fyrir Samtök atvinnulífsins og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK