Lögin taka aðeins til sölu á fiskiskipum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/GSH

Forsvarsmenn Bergs-Hugins hafna kröfu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum um að bærinn fái forkaupsrétt á fyrirtækinu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að lögin, sem bæjarstjórinn hafi vísað til í símskeyti, eigi aðeins við um fiskiskip en ekki hlutabréf.

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Í símskeyti, sem dagsett er 5. september 2012, setti bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum fram þau sjónarmið að Vestmannaeyjabær eigi forkaupsrétt að kaupum á hlutabréfum í einkahlutafélaginu Bergi-Hugin ehf. Áður hafði bæjarstjórinn reifað þessi sjónarmið í fjölmiðlum. Vísar hann til þess að í 12. gr. laga um stjórn fiskveiða sé að finna ákvæði um forkaupsrétt ef fiskiskip eru seld milli byggðarlaga.

Ákvæði laganna um forkaupsrétt eru afar skýr. Þau taka aðeins á sölu á fiskiskipum. Þau taka ekki á sölu á hlutabréfum. Þá er sala á veiðiheimildum ekki háð forkaupsrétti. Eignarhald á hlutum í einkahlutafélaginu Bergi-Hugin ehf. hefur verið á hendi félaga sem öll eru skráð með heimilisfesti í Reykjavík. Við það voru engar athugasemdir gerðar af hálfu bæjarfélagsins. Eignarhald á hlutum í Bergi-Hugin ehf. er því að færast frá Reykjavík til Neskaupstaðar.

Með vísan til framanritaðs og skýrra ákvæða í lögum um stjórn fiskveiða er kröfu bæjarstjórans hafnað.

Rétt er að taka fram að engin áform eru uppi um að flytja heimilisfesti Bergs-Hugins ehf. frá Vestmannaeyjum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka