Á að auka aðskilnað í bankakerfinu?

Frá fyrri fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga
Frá fyrri fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir hádegisverðarfundi í Hörpu ráðstefnuhúsi á morgun, þriðjudaginn 11. september sem ber yfirskriftina „Á að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi?“ Í tilkynningu frá félaginu í tilefni fundarins segir „mjög skiptar skoðanir eru um hvort aðskilja eigi rekstur viðskiptabanka og fjárfestingarbanka, og áhrif aðskilnaðar á samkeppnishæfi, áhættu og kostnaðar við reksturs fjármálakerfisins, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi. Hafa stjórnmálamenn, eftirlitsaðilar og forsvarsmenn fjármálafyrirtækja blandað sér í umræðuna, og blæs því Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga til fundar“.

Ræðumenn fundarins verða Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, Pétur Einarsson, forstjóri Straums, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hulda Pjetursdóttir, rekstrarhagfræðingur stýrir fundi og fyrirspurnum úr sal. Friðrik Sophusson, formaður stjórnar Íslandsbanka, tekur þátt í pallborði. Fundurinn er öllum opinn. Hann hefst klukkan 12:00 og stendur til 13.30. Skráning fer fram á heimasíðu félagsins


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka