Segir Facebook vanmetið

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, viðurkenndi að skráning fyrirtækisins á markað fyrr á árinu hefði verið vonbrigði, en hann taldi að í dag væri það vanmetið og að á næstunni myndi fólk sjá sókn þess á farsíma- og spjaldtölvumarkaðinn. Zuckerberg kom í fyrsta skipti opinberlega fram eftir skráninguna á TechCrunch-ráðstefnunni í gær þar sem hann reyndi að blása á efasemdaraddir um styrk fyrirtækisins.

Facebook hefur mikið verið gagnrýnt af fjárfestum upp á síðkastið fyrir að skorta heildræna sýn á hvernig það ætli að ná auglýsingatekjum á hinum ört stækkandi markaði fyrir spjaldtölvur og farsíma. Sagði Zuckerberg að mikil orka færi nú í að virkja tekjustreymi frá þessum markaði og að á leiðinni væru mjög spennandi hlutir frá Facebook í þessum geira. Hann tók aftur á móti fram að enginn Facebook-sími væri á leiðinni, eins og margir höfðu spáð fyrir.

Eftir ræðuna hækkuðu bréf fyrirtækisins um 3,5% og fóru upp í 20,11 Bandaríkjadollara á hlut, en áður höfðu þau farið niður fyrir 18 dollara markið og því lækkað um meira en 50% frá því að þau voru sett á markað 18. maí á genginu 38.

Mark Zuckerberg á TechCrunch ráðstefnunni
Mark Zuckerberg á TechCrunch ráðstefnunni AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK