WOW air fjölgar áfangastöðum

WOW air
WOW air

Flugfélagið WOW air ætlar bjóða upp á aukna tíðni í sumaráætlun sinni en ferðir til og frá London og Kaupmannahöfn munu aukast nokkuð. Flogið verður átta sinnum í viku til London og sex sinnum í viku til Kaupmannahafnar. WOW air hefur einnig ákveðið að hefja áætlunarflug til þriggja nýrra áfangastaða á næsta ári en félagið mun fljúga til Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf í sumaráætlun sinni.  

Við þessa aukningu verður þörf fyrir að bæta við flugvélum í flota WOW air og  mun fjölga úr einni yfir í þrjár en félagið er að ganga frá leigu á þremur Airbus A320 vélum sem verða með auknu sætabili. Með fjölgun í flotanum er gert ráð fyrir að sætaframboð félagsins muni vera um 280 þúsund árið 2013 eða tvöfaldast milli ára. 

„Við höfum bætt við þremur nýjum áfangastöðum; Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf  sem við teljum að sé góð viðbót við þá áfangastaði sem við fljúgum til nú þegar og enn betri þjónusta við farþega okkar.“ segir Skúli Mogensen forstjóri WOW air, en næsta sumar mun WOW air fljúga til Kaupmannahafnar, London, París, Lyon, Alicante, Zurich, Stuttgart, Berlínar, Kaunas, Varsjár, Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK