Verkfræðingar færast yfir í orkugeirann

Búrfellsvirkjun
Búrfellsvirkjun Ómar Óskarsson

Raforkuframleiðsla hefur aukist um 124% frá aldamótum, frumorkunotkun hefur einnig farið upp um 70% og hlutfall sérfræðinga hjá verkfræði- og ráðgjafafyrirtækjum sem starfa í orkugeiranum hefur stækkað töluvert á síðustu árum. Þetta er meðal efnis sem fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska orkumarkaðinn, en þar er reynt að veita yfirsýn yfir markaðinn í dag, helstu fyrirtæki í geiranum, hindranir og væntanleg tækifæri.

Verkfræðingar færast yfir í orkugeirann

Þegar frumorkunotkun Íslendinga er skoðuð frá aldamótum sést að mikið hefur dregið úr olíunotkun, en hlutfall jarðhita aukist að sama skapi. Árið 2000 voru 53% af orkunotkun Íslendinga í formi jarðhita og 27% í formi olíu. Vatnsorka taldist svo fyrir 17% og kol fyrir um 3%. Árið 2011 hafði hlutfall olíu dregist saman niður í 13%, en jarðhitinn var kominn í 66% og vatnsorka í 19%. Það er því ljóst að Íslendingar hafa í auknum mæli fært sig yfir í endurvinnanlega orku.

Á sama tíma hefur hlutfall áliðnaðar af raforkunotkun farið úr 49% upp í 74% og því um þrír fjórðu hlutar notkunarinnar í dag. Skýrist þetta að miklu leyti af raforkunotkun álvers Alcoa fyrir austan.

Töluvert margir starfa við orkugeirann og þegar fjöldi þeirra er skoðaður kemur í ljós að um 850 vinna hjá orkufyrirtækjunum sjálfum, en það er svipaður fjöldi og í ársbyrjun 2008. Starfsmönnum verkfræðifyrirtækja hefur aftur á móti fækkað um 100 á sama tíma og eru í dag 1260. Hlutfall starfsmanna þessara fyrirtækja sem starfa við orkutengd verkefni hefur þó aukist og eru þeir í dag 75% af heildarstarfsmannafjöldanum, eða 949 manns.

Fjölmargar hindranir

Skýrsluhöfundar benda á fjölmargar hindranir sem steðja að íslenskum orkuiðnaði, en óvissa á alþjóðlegum mörkuðum og efnahagsstaða íslenskra orkufyrirtækja vegur þar þungt. Einnig er tiltekin pólitísk áhætta, meðal annars vegna rammaáætlunar og þess að „leikreglur séu ekki skýrar og að hugsanlega sé hægt að breyta þeim þegar leikurinn er hafinn“.

Ítrekað er í skýrslunni að stefna stjórnvalda þurfi að vera skýrari og sagði Hjörtur Þór Steindórsson, viðskiptastjóri orkumála hjá Íslandsbanka, að annars væri hætta á að rammaáætlunin myndi missa marks vegna pólitísks ágreinings.

Efnisorð: Íslandsbanki orkumál
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK