Motorola með nýjan RAZRi síma

Nýi RAZRi síminn frá Motorola
Nýi RAZRi síminn frá Motorola AFP

Farsímaframleiðandinn Motorola kynnti í dag nýja RAZR i snjallsímann sem fyrirtækið vonar að muni keppa við iPhone 5 og Samsung Galaxy S III símana. RAZR i er fyrsti sími Motorola sem býr yfir Intel örgjörva, en hann er 2 gígaherts. Skjár símans er 4,3 tommur að stærð, miðað við 4 tommur hjá iPhone 5, sem var kynntur í síðustu viku.

Síminn notast við Android stýrikerfið sem Google hannar, en Motorola var keypt á síðasta ári af Google fyrir 12,5 milljarða Bandaríkjadollara. Sala símanna mun hefjast í Evrópu og Mið-Ameríku í október. Á kynningunni var gefið upp að rafhlöðuending símans væri 20 klukkustundir, eða 40% meiri en hjá iPhone 4s

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK