Reginn hækkað um 14% frá skráningu

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reginn hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í viðskiptum í dag, en bréf fyrirtækisins fóru upp um 0,86% og standa nú í 9,43 stigum. Markaðsverðmæti Regins hefur þá hækkað um rúmlega 14% síðan það var skráð á markað í byrjun júlí, en skráningargengið var 8,25.

Hagar hækkuðu einnig í dag og fóru bréf þess upp um 0,83%. Önnur félög lækkuðu, en Icelandair fór niður um 0,28%, Marel lækkaði um 0,71% og Nýherji hrapaði um 2,14%. Heildarviðskipti dagsins námu rúmlega 550 milljónum króna, en mest velta var á bréfum Icelandair, rúmlega 200 milljónir. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,18% og er nú í 1003,06 stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK