Fékk að flytja um 15 milljarða úr landi

AFP

Tveir stórir erlendir aðilar fengu í sumar undanþágu frá lögum og reglum sem gilda um fjármagnshöft frá Seðlabanka Íslands til að flytja úr landi gjaldeyri fyrir um 18 milljarða króna í skiptum fyrir íslenskar krónur sem þeir áttu hér á landi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var annars vegar um að ræða Deutsche Bank og hins vegar erlent fjárfestingarfélag sem á stóran eignarhlut í íslensku fyrirtæki.

Fjárhæðin sem þýski bankinn fékk heimild til að flytja úr landi nam um 15 milljörðum króna eftir því Morgunblaðið kemst næst. Til samanburðar nam heildarvelta á gjaldeyrismarkaði tæplega níutíu milljörðum króna á síðasta ári.

Seðlabankinn vildi ekki staðfesta fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort Deutsche Bank og stór erlendur fjárfestingasjóður hefðu fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir vel á annan tug milljarða króna og færa fjármagnið úr landi. Bankinn gat ennfremur ekki því svarað á hvaða gengi viðskiptin fóru fram.

15 milljarða bankainnstæða

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins átti Deutsche Bank verulega fjárhæð – um 15 milljarða króna – á innstæðureikningi hjá einum af þremur stóru viðskiptabönkunum. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs ákvað Deutsche bank hins vegar að taka peninginn út úr bankanum eftir að hafa verið veitt heimild af Seðlabankanum til að skipta krónunum í gjaldeyri.

Seðlabankinn gat ekki svarað fyrirspurn Morgunblaðsins um það hverjar verklagsreglur bankans væru þegar beiðni bærist um undanþágu frá fjármagnshöftum til að selja krónur fyrir gjaldeyri til að flytja úr landi, heldur benti bankinn á að slíkar upplýsingar hefðu hingað til „ekki verið birtar opinberlega“.

Seðlabankinn vísaði ennfremur í svari sínu til þeirra heimilda sem eru í lögum og reglum um gjaldeyrismál þegar kemur að undanþágu frá höftunum. Þar kemur fram að „við mat á beiðni um undanþágu skal Seðlabankinn horfa til þess hvaða afleiðingar takmarkanir á fjármagnshreyfingum hafa fyrir umsækjanda, hvaða markmið eru að baki takmörkunum og hvaða áhrif undanþága hefur á stöðugleika í gengis- og peningamálum“.

Sú upphæð sem erlendir aðilar, svonefndir aflandskrónueigendur, eru fastir með á Íslandi vegna fjármagnshafta, nemur um 800 milljörðum króna að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Við lok júlí á þessu ári áttu erlendir aðilar ríflega 141 milljarð króna á innstæðureikningum í íslenskum fjármálastofnunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK