Kröfu minnihluta um lögbann hafnað

Kröfu minnihlutaeiganda Sjóklæðagerðarinnar, Egus Inc, um lögbann á störf Bjarneyjar …
Kröfu minnihlutaeiganda Sjóklæðagerðarinnar, Egus Inc, um lögbann á störf Bjarneyjar Harðardóttur fyrir félagið var hafnað. Kristinn Ingvarsson

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í vikunni kröfu minnihlutaeiganda Sjóklæðagerðarinnar, Egus Inc, um að lagt verði fyrir sýslumanninn í Hafnarfirði að leggja lögbann við að Bjarney Harðardóttir, eiginkona Helga Rúnars Óskarssonar, forstjóra fyrirtækisins, starfi fyrir fyrirtækið.

Egus Inc er skráð á Möltu og í eigu Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndaframleiðanda. Félagið á 49% hlut í Sjóklæðagerðinni gegn 51% eign SF ll slhf. sem er í eigu Helga Rúnars og Bjarneyjar. Samkvæmt hlutahafasamkomulagi milli eigandanna þarf samþykki fjögurra stjórnarmanna félagsins til að ákvarða um samninga við hluthafa eða tengda aðila, sem Egus telur ekki að hafi ekki verið til staðar.

Krafa Egusar um lögbann er tilkominn vegna meintra starfa Bjarneyjar fyrir Sjóklæðagerðina eftir að ráðningasamningur við hana rann út, en sóknaraðili telur að hún hafi ekki umboð til að koma fram fyrir hönd félagsins eins og er talið að hún hafi gert. 

Upphaflega var Bjarney ráðin til ráðgjafastarfa fram til ársloka 2011, en hafi eftir það haldið áfram störfum og haft aðstöðu, síma og netfang hjá Sjóklæðagerðinni. Segir í kröfu Egusar að þetta sé andstætt stjórnarsamþykkt félagsins, en þar hafi tvívegis verið hafnað að framlengja samninginn við Bjarneyju. Þrátt fyrir það hafi hún komið fram fyrir hönd félagsins á fjölda ráðstefna, kynninga og í samskiptum við erlenda birgja. 

Sjóklæðagerðin telur aftur á móti málsatvikalýsingu villandi þar sem mörg helstu atriðin séu röng eða villandi. Það hafi komið Helga Rúnari í opna skjöldu að ekki næðist samstaða um endurnýjun ráðgjafarsamningsins, en í framhaldinu hafi Bjarney þó unnið að ákveðnum verkefnum „til að unnt yrði að fela þau starfsmönnum félagsins og til að tryggja að verðmæti færu ekki forgörðum. Þau störf hafi hún unnið án þess að þiggja sérstakt endurgjald frá félaginu.“

Í kjölfarið hafi Sjóklæðagerðin gengið til samninga við auglýsingastofuna Jónsson & Le'macks ehf, þar sem Bjarney hafi nýlega hafið störf sem ráðgjafi. Bendir Sjóklæðagerðin á að „ráðgjafarstörf varnaraðila Bjarneyjar séu því ekki unnin á grundvelli samningssambands við hana heldur samnings við auglýsingastofuna“. Þetta fyrirkomulag gagnrýnir Egus og bendir á að Bjarney hafi haft aðstöðu hjá fyrirtækinu 

Í niðurstöðu kemst dómari að því að „vinnusamband varnaraðila Bjarneyjar og auglýsingastofunnar Jónsson & Le'macks ehf. getur ekki talist athöfn sem raskar lögvörðum rétti sóknaraðila með þeim hætti að lögbanni verði beitt“ og hafnar þar af leiðandi kröfu Egusar.

Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK