Vísitala neysluverðs mun í september hækka um 0,7% og við það hækka ársverðbólguna úr 4,1% í 4,2% að sögn greiningardeildar Arion banka. Í kjölfarið mun þetta hafa áhrif á horfur til næstu mánaða og er gert ráð fyrir að ársverðbólgan verði komin í 4,5% í árslok.
Helstu áhrifavaldar hækkunarinnar eru að sögn greiningardeildarinnar eldsneytishækkun og útsölulok, en húsnæðisverð hefur áhrif til lækkunar og flugfargjöld standa í stað. Veiking krónunnar síðasta mánuð hefur þarna nokkur áhrif og segir Arion banki að „að árstaktur verðbólgunnar hafi náð lágmarki í bili og fari nú hækkandi á komandi mánuðum. Óvissuþættir næstu mánuði eru nokkrir en flestir benda til hækkandi verðlags fremur en hitt“.
Segir jafnframt að líklegt sé að kaupmenn muni hækka verð á næstu mánuðum þegar haustgjaldskráin liggur ljós fyrir, sérstaklega ef krónan heldur áfram að lækka, sem auki enn á verðbólguna.